Að viðhalda steingirðingum ákveðinna tímabila
Í sumum hverfum borgarinnar (Bústaðahverfi, Vesturbæ, Norðurmýri og fleiri stöðum) eru afar fallegar steingirðingar utan um garða. Þessar girðingar eru sums staðar farnar að láta verulega á sjá og þörf á því að bæta úr. Slíkar viðgerðir eru dýrar en ef til vill er hægt að kenna nemum í steinsmíði eða múrverki með því að láta þá vinna að viðgerðum á þessum girðingum? Eða styðja eigendur peningalega til að gera við? Allt of margir rífa girðingarnar vegna viðhalds og þannig tapast menningarverðmæti
Ég bý við eina af vallargötunum í Vesturbæ þar sem steinveggir afmarka lóðir. Þessi hverfi hafa yfir sér skemmtilegan heildarsvip samanber teikningar Einars Sveinssonar arkitekts sem dró upp hverfaskipulag og teiknaði mörg húsanna á fjórða áratug síðustu aldar. Það er mjög kostnaðarsamt að gera við svona steinaða steinveggi sem víða eru farnir að halla og springa. Þeir ættu að vera friðaðir og íbúar að fá ráðleggingar og eða styrki til að varðveita þá og viðhalda þeim.
Ég verð að segja einsog er að ég og nágranni minn sem búum báðir í Hæðargarði teljum þetta þegar vera verndað og förum með girðinguna eftir því. Hinsvegar er á deiliskipulagi gert ráð fyrir bílskúrum á þessu svæði, sem sést vel á göngustígunum með fram húsunum :)
Hérna er nýjasta samþykka skipulagið fyrir Bústaðarhverfi: http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/skipulagsm_l/samthykkt_2007/Bustadahverfi.pdf Þar sést hvar bílskúrar geta komið. Táknað með þríhyrningum.
Takk fyrir þetta. Nú detta mér allar dauðar...:) Sá sem teiknaði þetta hefur greinilega ekki mikla virðingu fyrir fortíðinni...Ég ætla nú samt að halda í mína og hvetja nákgranna mína til að viðhalda sínum steingirðingum vel!
Það er ekki að sjá - nokkrir hafa tekið girðingarnar niður og mest vegna þess að þær eru illa farnar. Ég vissi ekki að gert hefði verið ráð fyrir bílskúrum - ertu með það einhvers staðar skráð svo hægt sé að skoða? Ég er alin upp í hverfinu og hef fylgst með því eldast:)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation