Knattspyrnuhús á ÍR svæðið í Skógarseli

Knattspyrnuhús á ÍR svæðið í Skógarseli

Knattspyrnuhús eins og Kórinn með stúku inni.

Points

Það er virkilega kominn tími á að bæta íþróttaaðstöðuna í Breiðholti sem hefur setið á hakanum allt of lengi með brostin loforð...

Reykjavík hefur dregist verulega afturúr nágrannasveitarfélögunum í aðstöðu hvað knattspyrnuiðkun varðar. Þá sérstaklega Breiðholtið. Kominn tími á að loforð um uppbyggingu í mjóddinni verði efnd af borgarstjórn.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7157

Léleg hugmynd

ÍR, sem er í stærsta hverfi Reykjavíkur, hefur setið of lengi á hakanum hjá borginni hvað varðar uppbyggingu á svæðinu. Börnin í Breiðholti eiga skilið betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þar að auki vantar fleiri knattspyrnuhús í Reykjavík til að anna eftirspurn og er staðsetning ÍR mjög góð til að sinna þeim félögum sem í kring eru, eins og t.d. Leiknir, Fylkir, Víkingur, Fram o.fl.

ÍR svæðið hefur staðið í stað í langan tíma, það er orðið löngu tímabært að bæta við íþróttaaðstöðuna í Seljahverfinu. Nú er hverfið að yngjast upp aftur og mikil þörf á að hlúa að ungviðnum. Yfir vetrartímann vantar aðstöðu fyrir aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun. Eins vantar nýtt hús í borgina, og ÍR svæðið er tilvalinn staður til að hýsa þetta hús.

Það er líka löngu búið að lofa yfirbyggðum velli á IR svæðinu

Einfaldlega það vantar svona hús, er búin að búa í þessu hverfi í um 20 ár og lítil breyting hefur orðið á ÍR svæðinu

Það er ótækt að ekki sé knattspyrnuhús til staðar í Skógarselinu. Mikil aukning er á börnum í hverfinu og nauðsynlegt að hægt sé að sinna þeim og áhuga þeirra á íþróttum svo sómi sé að. Í fjölda ára hefur húsi verið lofað og nú er kominn tími til að efna það loforð.

Löngu orðið tímabært að standa við þau loforð sem hafa verið gefin fyrir þessu húsi. Eins og talað er um hér að neðan hefur mikil endurnýjun verið í hverfinu og þar sem húsnæðisverð er ekki orðið eins hátt og annarstaðar er fyrirséð að sú endirnýjun haldi áfram. Þó svo að endurnýjun hafi veirð í hverfinu er ekki að sjá neina breytingu á ÍR svæðinu þrátt fyrir ítrekuð loforð undanfarina áratugi. Núna er tíminn og tækifærið til að efna þau loforð sem hafa verið gefin!

Auðvitað ætti fjölnota íþróttahús að hafa risið fyrir löngu síðan á ÍR svæðinu. Það er sorglegt að tillaga í þá átt þurfi að koma fram á Betri Reykjavík árið 2016 en raunveruleikinn er samt sá. Ég hvet alla til að styðja hana og borgaryfirvöld til að sýna nú loksins lit í þessum efnum.

Sem barn ólst ég upp í Seljahverfi en þá voru hestar á beit í móanum sem ný hýsir ÍR heimilið. Man hvað tilhlökkunin var mikil þegar að ÍR heimilið var reyst en þá var von í hjarta um betri aðstöðu og athvarf fyrir unglinga hverfisins. Síðan þá hefur nánast ekkert gerst í aðstöðumálum en ég u.þ.b 30 árum eldri. Mörg brotin loforð af hálfu stjórnmálamanna lýsa innra eðli þeirra meira en margt annað. Nú er komið að því að hefja Seljahverfið upp á hærri hæðir og tryggja ungmennum betri aðstöðu

Til að hægt sé að æfa fótbolta allt árið við betri aðstæður. Betri æfingaaðstaða en er nú þar sem börnin æfa í moldroki á velli með krabbameinsvaldandi dekkjakurli.

Núna á næsta ári verða komin 10 ár frá því að Reykjavíkurborg lofaði að byggja betra íþróttasvæði hjá ÍR, sérstaklega betri fótboltaaðstöðu en ekkert hefur verið gert í máinu. Er ekki kominn tími til að Reykjavíkurborg standi loksins við loforð sín? Aðstaðan er hreint út sagt hræðinleg í Skógaseli, bæði úti og inni. Nýja aðstöðu takk! og það strax!

Knattspyrnuaðstaðan hjá ÍR veitir ekki af uppbyggingu og þetta góða fólk hér fyrir neðan hefur minnist á marga góða punkta. Eitt sem ég vil benda á. Eitt knattspyrnuhús í Reykjavík er í raun til skammar þegar minni bæjarfélög eru með tvö.. Ef byggt er í Skógarselinu þá er það tilvalin staðsetning til að þjóna ÍR, Fylki, Leikni, Víkingi svæðinu. Þessir klúbbar og Reykjavíkurborg eiga í raun að standa saman að þessu verkefni.

Löngu tímabært að bæta aðstöðu

Þau fjölmörgu rök með knattspyrnuhúsi í Skógarseli voru bersýnileg löngu áður en loforðin voru gefin í upphafi. Það að borgaryfirvöld sjái ekki hag sinn í að standa við þau loforð er til skammar. Við börnin sem biðu eftir framkvæmdum erum nú foreldrar barna sem bíða úrbóta. ÍR-ingar eru langþreyttir á að ræða meðrökin fyrir því hversu brýnt er að bæta aðstöðuna til að fjölga iðkendum og tryggja ánægju þeirra. Fyrr fær félagið aldrei að blómstra. Framkvæmdir strax!

Aðstaða til íþróttaiðkunar hjá ÍR er nú meira og minna út um allann bæ og kominn tími til að þétta aðstöðuna í stað þess að hafa þetta á 4-5 stöðum um borgina. Nýtt íþróttahús getur spilað stórt hlutverk í þeirri vinnu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information