Breytingar á Seljabraut - 3 liðir

Breytingar á Seljabraut - 3 liðir

Ég legg til að Seljabraut verði hliðrað um eina akgrein og núverandi akgrein verði breytt í húsagötu þar sem hægt er að leggja fyrir framan húsin.

Points

NR:1 Eins og staðan er núna við Seljabrautina er bílum lagt hinum megin við götuna á ýmsum plönum sem eru nú þegar til staðar eða jafnvel uppá grasi og það kemur oft fyrir að fólk og börn hlaupi næstum fyrir bíl. NR:2 Að gerð verði útskot fyrir strætó á Seljabrautinni, því að er beinlínis hættulegt í mikilli umferð, þegar strætó stoppar á götunni og bílsjórar freista þess að komast fram úr á mótakgreininni. NR:3 færa götuna og setja hringtorg efst við Jaðarsel

Skynsamleg og góð tillaga, bara ef hún er ekki til að koma fleiri bílastæðum. Breikka og bæta gangbraut og meira gras en alls ekki bílastæði. Bílastæði er fyrir eigendur húsa að fjármagna en ekki borgarinnar og hennar sameiginlegu sjóði.

Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7116

Ég er ekki bara að spá í bílastæðin, enda á ég engra hagsmuna að gæta þarna, heldur umferðaröryggi, hef lent í því að krakki hljóp út úr bíl hinu megin við götuna og næstum beint fyrir bílinn hjá mér. En það þarf líka að gera stoppistöðvar fyrir strætó með útskoti til að umferðin stoppi ekki á meðan strætó stoppar, þá verður líka meira freistandi fyrir fólk að troðast frammúr á öfugum vegarhelmingi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information