Eftir áramótagleði þjóðarinnar er jafnan gríðarlegt magn af flugeldarusli um allan bæ sem oft liggur sem hráviði á götum borgarinnar fram á vor. Ég legg til að komið verði á einhvers konar keppni milli skólabarna þar sem þau verði hvött til að tína saman og skila inn þessu rusli. Verðlaun mætti veita þeim sem koma með mest rusl, td bíómiða, pizzur eða hamborgara.
Algjörlega galið að börn séu að tína rusl eftir fullorðna. Er ekki aldurstakmark við kaup á flugeldum? Væri hægt að setja rusl skatt á flugelda og hægt að nýta skattin í að greiða einhverjum fyrir að hirða.
Ruslið yrði hreinsað af götum borgarinnar miklu fyrr en nú er án verulegs kostnaðar fyrir borgarsjóð.
Nei algjörlega galið að nota börn að hirða upp rusl eftir öðrum, frekar setja "flöskupant" á td stóru flugeldar svo folk gæti skilað þessu og fengið hana endurgreitt.
Sammála en ekki bara börn heldur allir jafnt borgarar sem túristar.
Það þyrfti að gera átak í að fá fólk sem dröslar heilu hlössunum af rakettudóti á almannafæri sér til skemmtunar, að það sjái sóma sinn í að hreinsa upp eftir sjálft sig. Verðlaun: Þú sérð sóma þinn í að þrífa upp eftir sjálfan þig. Gott hjá þér...
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation