Tryggja aðgang að netinu fyrir alla
Tryggja að atvinnulausir og þeir sem eru fátækir geti haft góðan aðgang að netinu, helst heima hjá sér en að minnsta kosti í gegnum bókasöfn og aðra vettvanga borgarinnar. Námskeið í notkun netsins í atvinnuleit væri líka sniðugt.
Get ekki séð að þetta ætti að vera á forsjá opinberra aðila frekar en tímarit og sjónvarpsstöðvar. Enda tæpast þess eðlis að þetta eigi að flokkast sem lágmarks mannréttindi.
Eru ekki nú þegar tölvur með internetsambandi í öllum bókasöfnum borgarinnar? Þær voru það fyrir 10 árum síðan. Ég hef reyndar ekki athugað nýlega.
Eru enn, en aðgangurinn kostar smotterí og oft er pakkað í tölvurnar og biðlistar.
Það eru tölvur með netaðgangi á Borgarbókasafninu en þær eru fáar og það kostar að nota þær. Hægt er að komast í tölvur ókeypis á Háskólabókasafninu en þær eru fáar og það eru tímatakmarkanir. Mín reynsla frá Hróarskeldu í Danmörku er sú að þar var heilt tölvuver á almenningsbókasafninu þar sem bæði var boðið upp á námskeið og opinn aðgang. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að auka lýðræðislega þátttöku almennings. Ef ekki er brugðist við eykst hættan á að til verði lítill minnihlutahópur fólks sem ekki hefur aðgang að tölvum eða interneti. Með aðgangi á ég bæði við að komast í tölvu en líka að kunna að nota hana. Tölvukennsla er þáttur í mörgum þeim námskeiðum sem VMST býður atvinnulausum að taka þátt og einnig hafa verið tölvunámskeið í Rauðakrosshúsinu. Þá hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir tölvunámskeiðum þar sem unglingar kenna eldri borgurum að nota tölvur. Allt eru þetta skref í rétta átt en betur má ef duga skal og hér er enn mikið óunnið verk.
Ég tel að það myndi stuðla að heilbrigðari viðskiptaháttum hjá núverandi þjónustuaðilum að almenningur ætti kost á ókeypis internetsaðgangi sem væri nægjanlegur til helstu verka, en ekki með þá miklu bandvídd sem nú er í boði. Þeir sem vilja hraða vinnslu eða hlaða niður mikið efni osfrv. borgi þá fyrir það hjá þjónustuaðilum. Núna eru neytendur í ákveðnum vanda, þvi maður er nokkuð fljótur að fara óánægjuhringinn og hefur kannski ekki geð í sér til að fara aftur til þjónustuaðilans sem maður hætti hjá fyrst. Það væri alvöru valkostur að geta verið laus við þá alla.
Nú hefur m.a. Finnland skilgreint netaðgang sem óskoraðan rétt hverrar manneskju, hví ekki? Nú er nær alla nútímaupplýsingu þar að finna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation