Hringtorg á gatnamót Skeiðarvogs og Langholtsvegs

Hringtorg á gatnamót Skeiðarvogs og Langholtsvegs

Mikil umferð fer daglega (allan sólarhringinn) um Skeiðarvoginn um yfir gatnamót Skeiðarvogs og Langholtsvegs. Þetta eru oft á tíðum þungir og stórir bílar s.s vörubílar, rútur o.frv. Umferðin er hröð og mikil hljóðmengun er af henni bæði vegna hraða en einnig þegar hún er stopp á ljósunum við Skeiðarvog og langholtsveg. Væri sniðgt að setja hringtorg þarna á gatnarmótin.

Points

Gatnamót með hringtorgi eru yfirleitt miklu verri fyrir börn að komast yfir. Ég er því ekki sanfærð um að þetta auki öryggi á þessum gatnamótum

Hræðileg hugmynd fyrir hjólandi og gangandi, frekar ætti að takmarka umferð stærri ökutækja þarna í gegn, þrengja göturnar og setja upp rólegra yfirbragð sem hægir og takmarkar umferð.

Mæli á móti því að setja hringtorg þar. Eina sem það gerir er að auka umferð en við viljum hægja á umferð inn í hverfi. Þarna eru grunnskóli og framhaldskóli og umferð er oft allt of hröð og þung. Við þurfum að auka öryggi barna eins Reykjavíkurborg hefur verið að gera í kring um aðra skóla borgarinar og draga mikið meira úr umferð. Beina henni út fyrir hverfi.

Umferðin er hröð og mikil hljóðmengun er af henni bæði vegna hraða en einnig þegar hún er stopp á ljósunum við Skeiðarvog og langholtsveg. Væri sniðgt að setja hringtorg þarna á gatnarmótin. Kæmi það í veg fyrir að umferðin stoppaði þarna með tilheyrandi mengun og hávaða fyrir húsin þarna í hring (sem sumhver liggja þétt við götuna). Einnig myndi hringtorg hægja umtalsvert á umferðinni er hún fer yfir gatnarmótin og þannig koma í veg fyrir að fólk gefi í yfir þau (sem er algengt)

hringtorg eykur altaf öryggi, hægir á umferð og stöðvar ekki umferðinni.

Huga þarf vel að gangandi og hjólandi vegfarendum þarna við gatnamótin. Eru hættuleg eins og þau eru í dag. Hringtorg hægir á umferðinni og hægt væri að hafa hraðahindranir inn og út úr torginu sem hægir enn frekar á umferðinni og eykur þannig einnig öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information