Að banna reykingar fyrir utan inngang sundlauga.

Að banna reykingar fyrir utan inngang sundlauga.

Að banna reykingar fyrir utan inngang sundlauga.

Points

Að reykingar skuli vera leyfðar fyrir utan innganga sundlauga er í hrópandi ósamræmi við þá starfsemi sem þar fer fram og þá hreyfingu og heilsubót sem fólk, (börn og fullorðnir) kemur til að sækja í þær. Það getur satt best að segja farið langt með að eyðileggja góðan sundsprett að fara í laugina eða koma út úr henni og þurfa nauðbeygður að ganga í gegn um sígarettureyk. Því segi ég fáum upp skilti sem banna reykingar fyrir utan sundstaði.

Ef einhver sýnir þá fyrirhyggju að banna reykingar fyrir utan sundlaugarnar þá myndu væntanlega öskubakkar verða fjarlægðir. Þetta myndi auka á sóðaskap því fólk lætur sér ekki segjast. Það er ill hugmynd að banna ef ekki er hægt að framfylgja, það rýrir bara lög að búa til lög sem eru ekki framfylgd. Það væri frekar að banna sölu salgætis og gosdrykkja á Íþróttastöðum. Það væri hægt að framfylgja því. Hugsa sér ef það fengjust bara ávaxtadrykkir og ávextir á Íþrótta mannvirkjum?

Er það ekki bannað nú þegar? Ég hef amk. séð viðlíka skilti fyrir utan íþróttamiðstöðvar.

Þessar reglur eru til, bannað er að reykja á lóðum opinberra bygginga, t.d. skólum,sundlaugum heilsuverndarstöðvum og m.fl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information