Bætt verði við strætóstoppistöð á kringlumýrarbraut undir Bústaðarvegsbrúnni
Íbúar neðst í Suðurhlíðahverfinu þurfa að ganga langa leið í vagninn upp í Kringlu eða Bústaðaveg. Þetta myndi stytta þá gönguferð töluvert án þess að vagninn þurfti að fara krók.
Með því að leið 1 stoppi þarna fæst bein tenging frá þessu svæði að Landspítala og HÍ. Tenging vestur í bæ er snúin eins og er. Hafi vegagerðin og Strætó allt á hornum sér yfir .þessari tillögu mætti hafa stoppistöðina við Nesti. Þar er göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina og þar er verið að byggja íbúðablokkir austan við götuna
Það er engin stoppistöð á Krínglumýrarbraut alveg frá Kringu og að Hamraborg. Þessi stoppistöð myndi þjóna suðurhlíðahverfinu auk hverfisins austan við kringlumýrarbraut. Og bæta allverulega aðgengi að strætó á þessu svæði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation