Götuspegill við horn Sléttuvegs og Háaleitisbrautar

Götuspegill við horn Sléttuvegs og Háaleitisbrautar

Ég óska eftir því að til að tryggja öryggi vegfarenda verði settur upp spegill austan megin við Háaleitisbrautina sem myndi auka sjónsvið þeirra sem keyra um þessi mjög svo blindu gatnamót. Ekki væri verra ef gróður sem nýlega hefur verið settur á hornið yrði líka fjarlægður því hann hindrar útsýni suður Háaleitisbrautina. Umferð þarna hefur aukist mikið við fjögun húsa á svæðinu.

Points

Eftir að húsunum við Sléttuveg fjölgaði er hornið á Sléttuvegi og Háaleitisbraut mjög blint. Sérstaklega þegar keyrt er austur Sléttuveginn en líka þegar keyrt er norður Háaleitisbrautina áður en að gatnamótunum kemur. Ég hef nokkrum sinnum verið nærri því að lenda í árekstri þarna þó ég vita vel af hættunni. Þannig að ég hef verulegar áhyggjur af þessu horni ekki síst fyrir þá sem eiga sjaldan leið þarna um. Spegill við þessi gatnamót yrði til mikilla bóta og yki öryggi þeirra sem leið eiga um

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information