Leyfa hægri beygju frá Guðríðarstíg inn á Þúsöld
Á álagstímum er oft ansi mikið álag á gatnamótin Vínlandsleið/Þúsöld og Víkurvegur/Þúsöld. Þetta myndi létta aðeins á því álagi, fjölga leiðum inn í Grafarholtið, bæta aðgengi að suðvesturhluta Grafarholtsins og bæta aðgengi lögreglu inn í hverfið frá nýju stöðinni við Vínlandsleið. Nú þegar eru ansi margir sem taka ólöglega hægri beygju þarna til að stytta sér leið. Ekki þarf að óttast of mikla umferð þarna því þetta nýtist aðeins hluta íbúanna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation