Malbikaður stígur frá Eyrarlandi yfir í Fossvogsdalinn

Malbikaður stígur frá Eyrarlandi yfir í Fossvogsdalinn

Þegar komið er niður Eyrarland, neðst í Fossvoginn, tekur við steyptur gangstéttarkantur og síðan moldarstígur sem endar á göngustígnum í Fossvoginum. Þetta er ótækt, bæði fyrir gangandi og hjólandi. Þarna er töluverð umferð og myndi það bæta mikið ef þessi stígur yrði malbikaður.

Points

Eyrarland er í beinu framhaldi af Grensásvegi og því töluverð umferð af hjólandi fólki eftir götunni. Til þess að komast yfir á stígakerfið í Fossvogsdalnum þarf að fara upp háan steyptan kant og svo eftir moldarstíg sem fljótt verður að drullusvaði í bleytu. Það væri því mikil samgöngubót að laga þennan stíg þarna á milli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information