Strætógjöld á korti, líkt og í London
Þetta kerfi hefur verið tekið upp allstaðar í Skandinavíu líka. Eftir hverju erum við að bíða?
Bjóða upp á debet-strætókort eins og í London
T.d. væri hægt að nota kortin sem sundstaðirnir nota í þetta. Og það væri jafnvel hægt að bæta við fleiri þjónustum við þetta.
eða námsmannakortin sem voru notuð fyrir 2-3 árum - Strætó á ennþá lesarna, eftir því sem ég best veit.
Nákvæmlega...góð hugmynd!
þá er bara að prófa:)
Held að það þetta sé mikilvægt fyrir almennt aðgengi að samgöngukerfinu. Ég hef t.d. ekki not fyrir mánaðarkort eða lengra, en 10 miða kortin eru fín, hinsvegar eru þau seld á stöðum sem ég þyrfti að taka strætó á. Auk þess er ég aldrei með klink eða annað. Fyrir örugglega 15 árum síðan þá var ég í Svíþjóð og þar voru mjög einföld kort (eins og debetkort) þar sem þú gast lagt inn á á stærri stöðvum eða í bílnum sjálfum. Að auðvelda fólki að nýta strætó myndi auka notkun, þá sér í lagi fólki sem þarf ekki að nota hann dags daglega og/eða túristum o.s.frv.
Það vantar klárlega betri möguleika á að greiða í strætó en kort og allir þeir innviðir sem þyrftu að fylgja þeim í strætóum eða biðskýlum væri hreinlega of dýrt að innleiða. Rejsekortet í Danmörku er dæmi slíkt. Mun betri leið er að innleiða app i símann sem býr til kóða sem sannar greiðslu þegar ferð er keypt a greiðslukort eða skráð á áskrift notanda. Mobilbillet er dæmi um slíkt app, aftur í Danmörku.
í London er hægt að kaupa kort sem gilda í öll almenningsfarartæki (https://oyster.tfl.gov.uk/oyster/entry.do). Þegar farið er inn í lest, strætó eða rútu, er kortið borið að lesara og af því tekið eitt fargjald sem er álíka ódýrt og þegar keypt eru kort til langs tíma. Kortið er e.k. debetkort, þannig að hægt er að leggja inn á það eftir atvikum og þannig nota sama kortið ár eftir ár. Ef ekki er hægt að hafa ókeypis í strætó, tel ég þetta næst bestu leiðina til að lækka fargjöldin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation