Í morgun umferðinni eru gönguljósin á Miklubraut hjá Skaftahlíð að valda miklum töfum á umferð. Ef að það væru undirgöng í stað gönguljósa þá myndi það bæta öryggi gangandi vegfarenda ásamt því að minnka tafir ökutækja á leið til vinnu.
Eru hugmyndir um að setja bílaumferðina á þessu svæði í stokk alveg komnar útaf borðinu?
Tafir vegna þessa hafa áhrif á hundruðir manna á hverjum degi. Þetta myndi minnka mengun, auka öryggi gangandi vegfarenda og einnig öryggi akandi vegfarenda þar sem umferðarteppa nær stundum alveg að gatnamótum Kringlumýrarbrautar - Miklubrautar. Litlu hefur oft munað að þetta stoppi umferð á fyrr nefndum gatnamótum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation