Setja þyrfti niður trjágróður á opin svæði í Grafarholtinu, hvað mikilvægast er það uppi á háholtinu. Trjágöng við göngustíg frá Kirkjustétt að Ingunnarskóla, einnig Trjágöng milli Maríuborgar og Ingunnarskóla, þar sem nú eru stöku tré, svo eitthvað sé nefnt.
Í Grafarholtinu hefur lítið verið gert af því að gróðursetja tré á bersvæðum innan hverfisins. Trjágróður skapar skjól sem er mikilvægt til að bæta veðráttu og auka ánægju af útivist.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation