Hvað viltu láta gera? Setja upp náttúruleiksvæði, með þrautabraut í anda skátanna, kurl undirlagi og kurl stíga og fullt af trjám. Einnig að nýta þetta stóra svæði í fleira fjölskyldutengt eins og að setja upp minigolfbrautir eins og eru í Grafarholti. Það væri líka pláss á þessum stóra reit til að hafa varanlegt svið fyrir útileiksýningar og tónleika, eins og sjá má myndunum sem fylgja. Þar er sviðið sett upp líkt og rómverskt hringleikahús en engin yfirbygging er nema á sumrin þegar sett eru upp tjöld fyrir ofan sviðið, þannig að á veturna er ekkert sem skemmist. Þá væri hægt að sameina þessa hugmynd með tveimur öðrum hérna - önnur hugmyndin er um danspall (sjáiði það ekki fyrir ykkur á þessu hringlaga sviði) og hin um skóg á þessum reit. Hvers vegna viltu láta gera það? Reiturinn sem um ræðir er vestan við Glæsibæ og þar er áformað að byggja eitthvað, jafnvel framlengingu á verslanamiðstöðinni. Nú þegar er von á stórri blokk á Kvikmyndaskólareitnum og Orkureiturinn verður endurbyggður með fleiri byggingum og tré á þeirri lóð fjarlægð. Ég vil koma með mótvægi gagnvart öllum þessum byggingum og skapa vin í steinsteypueyðimörkinni. Það ætti frekar að útvíkka Laugardalinn og allt það útivistarsvæði (fólk fjölgar líka) frekar en að þrengja að honum. Höldum grænu svæðunum grænum. Flestir íbúar Laugardalsins vilja halda þessum reit grænum.
Hljómar spennandi!
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Skipulagi hefur ferið á umræddu svæði og fer þessi hugmynd áfram sem ábending til Skipulagsfulltrúa. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Halda í græna svæðiðní Laugardalnum og hlúa að því.
Góð hugmynd. Ég vil alls ekki íbúabyggð inn í Laugardalinn. mér finnst að þar eigi bara að leyfa mannvirki tengd, útivist, íþróttum og menningu en þó helst að hafa sem mest af opnum svæðum, leiktækjum og gróðri. Ég styð þessa hugmynd heilshugar. minigolfbrautir eru t.d. frábær hugmynd
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation