Of langt er á milli stoppistöðva á leið 14 á Kringlumýrarbraut. Undarlegt að engin stoppistöð sé við námsmiðstöð eins og Engjateig 1.
Við Engjateig eru mörg börn í námi, bæði við Tónskóla Sigursveins og Listdansskóla Íslands. Leið 14 brunar þarna framhjá og næsta stoppistöð er hálfan kílómeter í burtu. Mörg börn þurfa að burðast með fyrirferðamikil hljóðfæri og skólatöskur. Það væri mikið hagræði fyrir foreldra, börn og jafnvel gesti á Grand Hotel að staðsett væri stoppistöð við Engjateiginn.
Lengi búinn að furða mig á því að strætó gangi ekki gegnum Laugardalinn (þarf að vera vagn sem fer um hverfið) - eins og er ætti það að vera leið 14 - en þá þarf að breyta henni töluvert) Það er ekki ásættanlegt að láta börn ganga upp á Suðurlandsbraut (og fara yfir hana)
Svo væri það aldeilis frábært ef leið 14 færi Engjaveginn frá Glæsibæ, þar sem svo mörg börn iðka íþróttir í Laugardalnum en þar gengur enginn strætó núna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation