Byggja stutta göngubryggju út í Rauðavatn að norðanverðu. Gæti verið með þrepum á annarri hliðinni til að auðvelda aðkomu á skauta á veturna.
Norðurendi Rauðavatns er vinsælt stopp árið um kring enda tengipunktur nokkurra samgönguleiða; þangað liggur malbikaður bílvegur, reiðstígur og göngustígar. Þangað kemur fólk með hunda og hesta og stundum má sjá báta. Á veturna er algengt að fólk komi á skauta á þessum stað. Lítil bryggja gæti gert staðinn huggulegri og nýtst sem aðstaða fyrir tómstundir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation