Nú þurfa krakkar sem búa vestan við Lönguhlíð að fara yfir hana til að sækja nám í Háteigsskóla og er oft erfitt að fara yfir hana. Gott væri að hægja á umferð við gönguljós, fá gangavörð eða gera aðrar ráðstafanir til að börnin komist örugg í og úr skólanum.
Lönguhlíð er breið gata og er oft mikil umferð á henni og þá sérstaklega þegar börn eru að fara í og úr skólanum. Það eru ekki allir sem "kunna" umferðareglurnar og veit ég um dæmi þar sem bílar keyra yfir á grænuljósi á gönguljósunum. Með því t.d. að þrengja götuna, gera hana einbreiða, setja hraðahindranir eða gönguvörð þá minnkar slysahættan.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation