Í miklum rigningum og í leysingum myndast mikil slysahætta við "nýju" brúnna yfir Úlfarsá en gjarnan er stórt stöðuvatn á brúnni og er mesta mildi að ekki hafi orðið stórslys þarna þegar bílstjórar á leið út úr hverfinu kippa snögglega í stýrið og beygja til vinstri.
Ég hef margoft haft samband við gatnamálayfirvöld bæði í Reykjavík og Mosfellsbæ og þar hafa enbættismenn gjarnan bent hver á annan, en eru það rétt vinnubrögð? Það má vel vera að þetta tilheyri frekar öðru sveitarfélaginu en hinu, en á að vinna svona? Þetta verður að laga og það strax.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation