Setja mætti upp umferðaspegil á ljósastaur á gatnamótum Barónsstígs og Egilsgötu. Hornið getur verið blint þar sem bílum er lagt við hús á Barónsstíg og ógerlegt að sjá bíla sem koma akandi norður Barónsstíginn. Auk þess er bæði Tækniskólinn og Austurbæjarskólinn þarna og því mikil umferð. Einnig er hraðahindrun á a.m.k. tvö vegu.
Nú styttist í skólabyrjun og nemendur fara að streyma að. Það er þónokkur umferð almennt um Barónsstíg/Egilsgötu og með uppsetningu á umferðaspegli tel ég að öryggi bæði ganga og akandi sé aukið verulega. Þar sem bílum er lagt við hús á Barónsstíg betur það blindar ökumann sem ekur Egilsgötuna. Auk þess greiðir þetta götu þeirra sem eru akandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation