Láta græna ljósið blikka 2-3 sinnum áður en það kemur á gult
Í mörgum löndum hef ég séð þar sem græna umferðarljósið blikkar 3-4 sinnum áður en gula ljósið kemur, svo þú veist hvort þú ert að fara að ná ljósinu eða ekki. Þetta er einkar mikilvægt fyrir vörubílstjóra og aðra á þungum tækjum, að vita svolítið fyrirfram hvort þeir er að fara að ná græna eða geta byrjað að bremsa rólega niður. Tæknilega breytingin á þessu ætti ekki að vera svo svakalega miða við ávinningin. Toppurinn væri þó að fá teljara sem telur í grænt og svo í rautt, eins og sjá má víða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation