Setja upp mislæg gatnamót þar sem Vesturlandsvegur er nú þegar á brú yfir Grafarholtsveg í milli Laxalóns og Grafarholts, til að auðvelda og greiða fyrir samgöngum í Grafarholtshverfið, að golfvellinum og þeim fyrirtækjum sem eru austast á Krókhálsi. Auk þess mætti tengja Kristnibraut frá Sóltorgi beint niður á Vinlandsleið með nýjum vegi.
Það er óeðlilegt að hafa nánast bara eina aðkomu inn í Grafarholtshverfið á mislægu gatnamótunum við Víkurveg, sem eru kapituli útaf fyrir sig. Það er oft mjög þung umferð á gatnamótunum við Þúsöld og Víkurveg og oft nánast ófært þar um þegar haldin eru stór mannamót í Gullhömrum. Aksturleiðir eru óeðlilaga langar til að kommast inn í Grafarholtshverfið frá Reykjavik og þá sérstaklega fyrir þá sem búin sunnan megin í hverfinu !!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation