Mig langar að sjá meiri áherslu á forgang strætisvagna og leigubíla, t.d. með fleiri forgangsakreinum og ljósum. Komum þessu í lag.
Það er löngu orðið ljóst að gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ekki umferðinni á álagstímum. Við vitum öll að það myndast stíflur víða og oft situr einn í hverjum einkabíl og allir of seinir í vinnu. Það þýðir lítið að hvetja fólk til að nýta almenningssamgöngur þegar borgararnir geta ekki treyst á að þær skili þeim til vinnu eða skóla í samræmi við áætlun.
Þetta er bara ekki svona einfalt. Við erum ekki öll að fara á sama stað á sama tíma þótt við rekumst saman í hjörð á ljósum. Við erum ýmist að fara í vinnu eða úr vinnu. Með vörur á milli staða eða sækja eitthvað. Og að setja þetta allt í eitthvað strætókerfi gengur ekki alveg upp. Gatnaskipulagið ætti að vera þannig að það greiddi umferð en vegna þess að pólitíkusar hafa frá upphafi skipulagt, eða breytt skipulagi, þá er þetta ekki eins og best verður á kosið.
Traustar almenningssamgöngur :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation