Bætt lýsing á gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar

Bætt lýsing á gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar

Bætt lýsing á gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar. Nánari útfærsla gæti verið sterkari ljós eða fleiri ljós. Á tímabilinu 7:45-8:30 þyrfti nánast að vera flóðlýsing.

Points

Ökumenn sem beygja inn á Langoltsveg af Holtavegi (og öfugt) sjá illa gangandi vegfarendur í skammdeginu, úr því má bæta með betri lýsingu

Um gatnamót Langholtsvegar og Holtavegar fara 700 börn á hverjum morgni milli 7:45 og 8:30. Auk þess 100 manns sem vinna í Langholtsskóla og leikskólanum, foreldrar að fylgja og aðrir sem eiga leið þarna um. Lýsingin er engan veginn í takti við þessa miklu umferð og slysahættan er gríðarleg. Bílum er lagt ólöglega við Holtaveginn og snj+óruðningar byrgja einnig sýn. Þarna er brýnt að bæta úr og byrja á að lýsa svæðið almennilega upp.

Okkur ber skylda til að tryggja öryggi barna á leið í og úr skóla. Það er ákaflega mikilvægt að verða við þessari beiðni sem allra fyrst.

Það er mikil slysahætta þarna en það er eins og ökumenn sjái ekki börnin þegar þeir eru að beygja frá skólanum (koma frá honum) yfir á Langholtssveg í átt að Sunnuás (leikskólanum) en þar er enginn gangavörður (enda getur hann ekki verið báðu megin). Þurfti sjálf að stoppa bíl í morgun sem var að þvera gatnamótin á miklum hraða í átt að börnunum. Það þarf að gera eitthvað við þessi gatnamót og betri lýsing væri góð byrjun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information