Laga Flókatötu (milli Snorrabrautar og Rauðarásstígs)

Laga Flókatötu (milli Snorrabrautar og Rauðarásstígs)

Það þarf að laga Flókagötu milli Snorrabrautar og Rauðarásstígs. Íbúar sem eiga heima á þessum kafla leggja flestir bílum sínum hálfum uppá gangstétt til að geta lagt bílum sínum lárétt af því að gatan hallar svo mikið. Gatan hefur líklega verið malbikuð svo oft að gatan (þar sem keyrt er) er orðin hærri en gangstéttin.

Points

Bílar fá af og til sektir á þessu kafla fyrir að leggja uppá gangstétt. Þegar bílum er lagt löglega halla þeir svo mikið á hlið í stæðunum að hurðar rekast í gangstéttina þegar þær opnast. Ef gatan væri slétt eins og hún ætti að vera myndu allir hætta að leggja uppá gangstétt og enginn myndi þar af leiðandi eyðileggja bílana sína og sleppa við ósanngjarnar sektir!

Það á að vera búið að útrýma þessum kúptu götum fyrir löngu. Þessi gamla "götuhönnun" er til vandræða allsstaðar þar sem hún er ennþá við lýði, eins og dæmið á Flókagötu sannar. Burt með þetta og þótt fyrr hefði verið. Þetta gerir fólki erfitt fyrir að fylgja umferðarreglum (leggja bílum löglega við götuna).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information