Sunnanmegin í Laugardalnum a milli Húsdýra-og fjölskyldugarðs og Suðurlandsbrautar er stórt svæði í órækt. Finnst mér kominn tími til að planta þarna trjám og gera göngustíga og svæði til útivistar. T.d. væri gaman að hafa þarna útigrill, borð og bekki þar sem hvergi er hægt að grilla í Laugardalnum á sumrin.
Ef þetta svæði verður ekki nýtt fljótlega munu sennilega rísa þarna háhýsi sem munu varpa skugga yfir stórt svæði í Laugardal. Græn svæði til útivistar gera borgina betri og finnst mér mikilvægt að nýta það pláss sem enn er til innan borgarinnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation