Meiri veggjalist og skrautlegri borg
Ég á bágt með að trúa því að áhugaverð götulist ýti undir glæpi og ofbeldi. Við eigum ekki í vandræðum með herská glæpagengi, líkt og í stórborgunum, sem há stríð um yfirráðasvæði með kroti og krassi. Herferðir með grárri málningu eru frekar til að ýta undir krot en minnka það. Líklegt finnst mér að krotararnir (eða taggararnir) líti á það sem áskorun eða jafnvel kúgun og þá þyki (unglingunum) töff að tagga alla skapaða hluti. Enn og aftur er veggjalistin frekar til að minnka krotið en auka.
Á þetta ekki allt eftir að fara úr böndunum ef við leyfum unglingunum að úða málningu á alla veggi? Fúkyrði á fallegu húsunum í Grjótaþorpinu og klámfengnar myndir á opinberum byggingum. Svo er allt eins víst að þetta hrindi af stað bylgju af kroturum sem sjá ekki eina einustu ruslatunnu í friði. Svo má finna greinar um að veggjakrot ýti undir glæpasafsemi og ofbeldi. Er ekki betra að mála jafn óðum yfir þetta svo að krotararnir sjá að þetta sé tapaður leikur?
Hættan er vissulega sú að fyrst um sinn muni einhverjir fara yfir strikið en með réttri nálgun og hugarfarsbreytinu má stýra hjá slíku. Ef fyrirmyndir unglinganna sem eru að krota bera út boðskapinn að krot (tagg) sé ekki töff leggst það líklega af. Flestir graffarar (veggjalistamenn) eru fullorðið fólk sem lifir og hrærist í listinni. List getur líka verið ljót, en ljótt er afstætt hugtak. Eðli listarinnar er að vera á jaðrinum, ögra okkur og fá okkur til að hugsa.
Eins hef ég heyrt að list, litir og form örvi heilastarfsemina. Væri ekki betra að sjá áhugaverð listaverk og liti í kring um sig í grámyglu hversdagins en litlaus hús og auglýsingaskilti. Ég er viss um að hér verði enn betra skapandi andrúmsloft og fólk almennt léttara í geði með meiri veggjalist og götulist.
Afhverju ekki að beisla framkvæmda- og sköpunargleði ungmenna í borginni og breyta bænum í síbreytilegt listagallerý? Við þurfum að finna þessari skreytiþörf farveg og gráa málningin sem borgarstarfsmenn sletta yfir allt er ekkert annað en skemmtarverk. Mörg gamalgróin listaverk hurfu undir hana. Það eru líka víst einhver sannindi að krotararnir kroti síður yfir veggjalistaverk en finnist sjálfsagt að krota á gráa ljóta veggi. Hugarfarið breytist í að graff (veggjalist) er kúl en krotið ekki.
Húseigendur gætu byrjað - hér einu sinni komu nemar í Listaháskólanum að máli við eigendur bílskúra /veggja og báðu um leyfi til að skreyta þá. Ef veggjalistamaður er í fjölskyldunni, byrja þar. Töluvert fallegra að að sjá litríka skúra heldur en útkrotaða.
Góð hugmynd. Eins og Ísland er í dag er verið að taka og taka leyfisstaði listformsins, og brátt verður enginn eftir. En það er ekki nóg, heldur á að fara í átak gegn "veggjarkroturum" og stefna á hvíta Reykjavíkurborg? Þannig hugsjónir leiða einungis út í hatur gegn kerfinu meðal iðkenda og fjárskorts ríkisins.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation