1. Setja upp tvær (2) hraðahindranir í formi svokallaðra "kodda" beggja megin götunnar í Neshaga milli Hofsvallagötu og Hjarðarhaga. T.d. við hús númer 15 og hús númer 14. 2. Breyta gangbrautinni á gatnamótum Neshaga og Hofsvallagötu með því að gera úr henni hraðahindrun. (hækka hana upp). 3. Gera hraðahindrunina milli Neshaga 11 og Neshaga 10 að gangbraut. (setja upp gangbrautarskilti).
Hraðinn á Neshaga milli Hofsvallagötu og Hjarðarhaga er óásættanlegur. Melaskóli er meðal annars við götuna og því er þetta vinsæl gönguleið skólabarna. 30 kílómetra hámarkshraði er í götunni, en margir aka á meira en 50 km/h á þessum kafla ef marka má hraðamælinn á ljósastaurnum við Neshaga 7. Hraðinn hefur minnkað eftir að tveir (2) koddar voru settir upp til móts við Melaskóla, en hraðinn er enn alltof mikill á þessum kafla og því tel ég þetta vera bestu lausnina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation