Hraðahindranir á Neshaga

Hraðahindranir á Neshaga

1. Setja upp tvær (2) hraðahindranir í formi svokallaðra "kodda" beggja megin götunnar í Neshaga milli Hofsvallagötu og Hjarðarhaga. T.d. við hús númer 15 og hús númer 14. 2. Breyta gangbrautinni á gatnamótum Neshaga og Hofsvallagötu með því að gera úr henni hraðahindrun. (hækka hana upp). 3. Gera hraðahindrunina milli Neshaga 11 og Neshaga 10 að gangbraut. (setja upp gangbrautarskilti).

Points

Hraðinn á Neshaga milli Hofsvallagötu og Hjarðarhaga er óásættanlegur. Melaskóli er meðal annars við götuna og því er þetta vinsæl gönguleið skólabarna. 30 kílómetra hámarkshraði er í götunni, en margir aka á meira en 50 km/h á þessum kafla ef marka má hraðamælinn á ljósastaurnum við Neshaga 7. Hraðinn hefur minnkað eftir að tveir (2) koddar voru settir upp til móts við Melaskóla, en hraðinn er enn alltof mikill á þessum kafla og því tel ég þetta vera bestu lausnina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information