Loka við Hagamel á morgnana meðan börn eru á leið í skóla
Margir virða ekki stöðvunarskylduna við Hagamel/Furumel sem skapar hættu þegar börn eru á leið í skóla. Því legg ég til að lokað verði fyrir umferð þvert á Hagamel um Furumel (Melaskóla megin) en umferðin leyfð norður Furumel frá Hagamel. Eins við Neshaga (Melaskóla megin). Þá yrði engin umferð á Furumel með fram Melaskóla. Börnin ganga því öruggari í skólann. Lokunin væri t.d. frá 08-09 á morgnanna. Litla vegatálma þyrfti sem gangbrautarvörður við Neshaga sæi um að koma fyrir og taka burt.
Í vikunni var ekið á 2 börn á leið í skóla. Grípum til ráðstafana strax áður en slysin verða fleiri og alvarlegri.
http://youtu.be/VLxcJl6ux74
Væri ekki sniðugt að prófa þetta í einn mánuð eða svo t.d. fram að jólafríi og framlegnja þetta svo ef þetta reynist vel.
Þýðir það eitthvað? Þeir sem fara þarna um á bíl þurfa væntanlega að aka götuna. Setja frekar upp blikkljós sem segja _Skólabörn á ferð_
Börnin örugg í skólann
Þetta lokar ekki neinn inni. Fólk þyrfti í versta falli að velja sér aðra aksturleið. Helst truflandi fyrir þá sem eru á Melhaga. Þeir þyrftu að taka Hovsvallagötuna í staðin fyrir að fara upp Furumel eða út Neshaga. En þetta þýtti að börnum sem yrði fylgt á sunnanverðan Hagamel og norðanverðarn Neshaga kæmust að Melaskóla án þess að ganga í veg fyrir umferð. Auk þess yrði þessi akstursleið bara lokuð í um 30-40 min meðan flest börnin eru á leið í skólann. Gangbrautarvörðurinn sem er alltaf á Neshaga gæti sett þetta upp og fjarlægt.
Í síðustu viku sá ég lögregluna við umferðareftirlit við Hagamel/Furumel og gerði ekkert í því þó ekki væri stoppað við stöðvunarskylduna. Ekki nógu gott.
Bíðum ekki eftir slysum - tryggjum öryggið
http://www.youtube.com/watch?v=oEthiRvRnuQ
Ágætishugmynd en hvernig er þá með strætó 11 sem stoppar þar? Sum börn taka strætó í skólann og kennarar eflaust líka.
Þetta truflar ekki umferð um Neshaga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation