Opnunartíma sundstaða eins og hann var.

Opnunartíma sundstaða eins og hann var.

Opnunartíma sundstaða eins og hann var.

Points

Vel að orði komist . HEYR, HEYR !

Í sumar var opnunartími sundlauga borgarinnar styttur í sparnaðarskyni. Sem dæmi þá er það svo að á LAUGARdögum loka allar laugar klukkan 17:00 - nema Laugardalslaug. Ég vil komast í kvöldsund í Vesturbæjarlauginni um helgar, það var hluti af mínu lífsmynstri. Ég held þetta hafi verið vond hugmynd og það sé góð hugmynd að breyta þessu aftur - niðurskurðarhnífnum á ekki að beita á sundlaugar, þær eru musteri líkama og sálar í Reykjavíkurborg.

Hvað er betra en kvöldsund á sunnudögum? Ég hef aldrei skilið af hverju sundlaugarnar loka svo snemma um helgar!

Sundstaðir bæta lífsgæði og heilsu.

það er til þess að hægt sé að opna þær fyrr á virkum dögum fyrir eldri borgarana sem fá FRÍTT í sund meðan við hin þurfum að borga hálfa hendina til að fara ofaní.

Þetta kalla ég lélega afgreiðslu. Það "ÞARF" ekki að stytta opnunartíma nokkru frekar en það "ÞARF" að lækka laun Borgarfulltrúa og fækka embættismönnum eða "ÞARF" að byggja svefnskála fyrir KFUM og K í vatnaskógi, er það? Þetta er alltaf spurning um forgangsröðun og áherslur. Um helgar er ekki lokað fyrr á "NOKKRUM" stöðum það er lokað fyrr á ÖLLUM stöðum nema Laugardalslaug. Það lokar 17:00 á LAUGARdögum (18:00 í Grafarvogi) og 19:00 á sunnudögum. Samanburður við önnur sveitarfélög er líka marklaus punktur, léleg þjónusta þar réttlætir ekki sjálfkrafa skerta þjónustu í Reykjavík. Ég hefði viljað sjá breytingu á opnunartímanum strax eftir áramót, opið á kvöldin í öllum laugum, alla daga. "Veganesti inn í þá vinnu að skoða breyttan opnunartíma einstakra sundstaða að sumarlagi" er ágætt, en úr þessu hefðu ÍTR og Borgaryfirvöld átt að gera sér meiri mat og sýna meiri snerpu og áþreifanlegt íbúalýðræði. Skerðing opnunartíma er hugsanlega góð hugmynd á exel skjalinu, en vond hugmynd í stóra samhenginu. Leiðinlegt að Borgaryfirvöld og ÍTR sjái ekki það samhengi. Eftir því sem ég kemst næst voru borgarfulltrúarnir okkar sem sátu þennan fund: Eva Einarsdóttir, Karl Sigurðsson (Æ), Kjartan Magnússon (D) og Varaborgarfulltrúinn Geir Sveinsson (D).

Sund er eitt af því sem ég hef stundað frá barnæsku eins og svo margir Íslendingar. Á mínum yngri árum eyddi ég heilu helgunum, frá morgni til kvölds, í sundi. Í dag hef ég ekki tíma í slíkan lúxus, en hef því notað seinni partinn og kvöldin til þess að slaka á í sundi, m.a. Laugardaganna. Ég veit ekkert meira slakandi en að fara í sund í ljósaskiptunum í logni og kyrrð eins og kvöldin eru svo oft og láta þreytuna líða úr mér í heitu pottunum og öðru því sem sundlaugarnar okkar hafa upp á að bjóða. Ég hef búið erlendis þar sem ég kynntist ómögulegri sundmenningu og kann því virkilega að meta þessi ómetanlegu lífsgæði sem Íslenska sundið er. Þótt ótrúlegt megi virðast finn ég og mín fjölskylda, sem njótum þess gjarnan að vera saman í sundi, mikið fyrir þessum breytta opnunartíma. Ísland er stressað land þar sem mikill hraði er ríkjandi og kröfur um að vera fullkominn í þessu og hinu böggar annan hvern mann. Við megum ekki setja svona takmarkanir á það sem getur á náttúrulegan hátt dregið úr þessum vá sem streita og stress er (án lyfja og vímuefna sem við erum þekkt fyrir að neyta í alltof miklum mæli). Svo ég segi ryðjið þessum hindrunum úr vegi!

Alveg hjartanlega sammála þér. Þetta er svona ekta ekkisvar eins og pólitíkur eru þekktar fyrir. Það bara hlýtur að vera fín innkoma seinnipartinn á laugardögum og sunnudögum, allavega eitthvað fram yfir kvöldmat, og ég þrúi því ekki að þetta sé allur sá sparnaður sem lofað er, sérstaklega þegar litið er til þess hve mikið er verið að skerða lífsgæði þeirra borgarbúa sem stunda sund á kvöldin, eftir vinnu og kvöldmat.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information