Ný upphituð strætóskýli

Ný upphituð strætóskýli

Núverandi strætóskýli halda hvorki vatni né vindum. Þau henta sjálfsagt ágætlega í suðrænum löndum en gera lítið gagn hér á Fróni. Farið verði í hugmyndasamkeppni um hönnun nýrra strætóskýla sem henta á Íslandi. Þau verði skjólgóð, hægt að loka þeim, þau verði upphituð, í þeim verði rauntímatafla þar sem hægt er að fylgjast með hvar strætó er staddur og jafnvel boðið uppá þráðlaust net. Það væri hægt að halda auglýsingaskiltum til þess að fjármagna þessa aðgerð að hluta.

Points

Fólk veigrar sér við að taka strætó þar sem það þarf að hýrast í skýlum sem henta ekki íslensku veðurfari. Ný upphituð skýli gætu, ásamt fleirum aðgerðum, aukið fjölda þeirra sem taka strætó á Íslandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information