Á malbikuðum stíg sem liggur frá enda Holtavegar með Fjölskyldugarðinum að Engjavegi safnast vatn saman á lægsta punkti. Þar verður illfært vegna vatns og þegar frýs þá liggur svell yfir öllu. Þetta væri hægt að lagfæra t.d. með því að gera rás fyrir vatnið og hækka stíginn.
Til að ganga þennan stíg þarf í vatnsveðri og/eða frosti að vera í stígvélum með mannbrodda. Annað hvort liggur yfir honum yfir 5 cm djúpt vatn eða þá að yfir honum er samfelldur klakabunki. Þarna ganga og hjóla margir um, aðrir hlaupa þarna sér til heilsubótar en svæðið er erfitt yfirferðar á þessum árstíma. Úr þessu mætti bæta með því að ná vatninu af stígnum, gera rás og/eða hækka stíginn.
Það er greinilegt að þarna til móts við TBR er og verður vatn. Einhvertímann hefur líklega verið lækur. Hví ekki búa til læk aftur. Lækurinn eða ræsið þyrfti að ná um það bil frá Gnoðarvogi / Hreyfingu að þverun stígs við Engjaveg til móts við stíg sem er framhald af Holtaveg. Sjá einnig staðsetning og mynd á SeeClickfix -hlekk http://www.seeclickfix.com/issues/304691-klakamyndun-a-stig-honnunargalli
Á lægsta punktinum er þetta sérstaklega slæmt, þar sem stígurinn liggur á milli fjölskyldugarðs og skólagarðanna (sem voru ). Og leiðin sem maður verður að velja í kring um svaðið er frekar löng. Myndin í tengli sýnir hvernig þetta getur litið út (þegar vatnið hefur sjatnað aðeins, yfir nóttu) .
ritvilla
Þessi hugmynd mætti etv setja einnig inn á eða færa á http://betri-hverfi-laugardalur.betrireykjavik.is/ ?
Ritvillur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation