Kynlausir klefar og klósett

Kynlausir klefar og klósett

Fólk sem að fellur ekki að tvíhyggju hugmyndum um kyn er útilokað á sundstöðum og klósettum og öðrum opinberum stöðum þar sem eingöngu er í boði karla og kvennaklefar og/eða karla og kvenna klósett. Trans fólk og annað fólk sem að skilgreina sig ekki sem karla eða konur (kynsegin og frjálsgerva) eða fólk sem að fellur ekki að hefðbundnum staðalímyndum um útlit karla og kvenna er jafnframt útilokað og er þátttaka þeirra og aðgangur að búningsklefum og klósettum mjög takmarkaður.

Points

Í ræktinni þar sem ég bý er líka sundlaug. Í henni hefur þú val um að fara í kynjaða eða ókynjaða klefa. Foreldrar geta þannig aðstoðað börnin sín og fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar getur notað ókynjaða klefa. Þetta hefur vakið mikla lukku og valdið því að þessi sundlaug/rækt er með þeim best sóttu í nágrannabæjunum.

Að hvaða leiti mun þetta skaða neinn? Þetta er í þágu margra, hvort þau passi ekki undir tvíhyggju hugmyndina um hvað kyn er... auk þess sem það er einungins þegar um er að ræða pissuskálar sem að næði er vandamál. Af hverju ekki merkja bara klósett eftir þvi hvort eru pissuskálar eða ekki?

Mikilvægt er að gera ráð fyrir öllum þegar kemur að búningsklefum, klósettum og annari aðstöðu. Fjölbreytileiki kyns er mun meiri heldur en eingöngu karlar og konur og er mikilvægt að gera ráð fyrir því að fólk skilgreini sig öðruvísi. Á mörgum stöðum erlendis eru búningsklefar og klósett kynlaus til að koma til móts við m.a. kynsegin og frjálsgerva fólk, fyrir fjölskyldur, eldra fólk, fólk sem þarf aðstoð og svo framvegis. Þetta er einnig því hagkvæmt fyrir okkur öll og í takt við þróun víða.

Fyrir utan öll hinsegin rökin, sem ég tek undir, vil ég bæta við að þetta fyrirkomulag hentar mjög vel einstæðum foreldrum. Oft geta málin farið að flækjast þegar einstæðir foreldrar (eða bara þegar foreldri er eitt á ferð með barnið) þurfa að aðstoða börnin sín á salerni eða sundklefa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information