Í Hæðargarði er hitaveitustokkurinn helzta gönguleiðin en á honum eru óþægilegar misfellur sem mætti laga með litlum tilkostnaði.
Í Hæðargarði er hitaveitustokkurinn meira notuð gönguleið en gangstéttin hins vegar götunnar. Á nokkrum stöðum við austanverða götuna eru misfellur á stokkinum sem valda fólki með barnavagna og börnum á reiðhjólum óþægindum og jafnvel hættu. Þessar ójöfnur mætti gera auðveldari yfirferðar með litlum tilkostnaði. Ef upphækkuð útkeyrslan frá Hæðargarði 29-35 væri jafnframt lækkuð dálítið myndi það jafna þessa gönguleið enn betur og ekki er að sjá að bílaumferð væri gert erfiðara fyrir með því.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation