Auka þátt tjáningar í kennsluháttum/skólastarfi
Best practice kennsluhátta í reykvískum skólum (árangursríkustu aðferðunum miðlað til fleiri) – til að gera tjáningu að rauðum þræði allra námsgreina. Að nemendur öðlist færni í að rökstyðja sitt mál og samnemendur leggi jafnt og þétt mat á það á uppbyggilegan hátt. Dæmi: ,,Þrjár stjörnur – ein ósk”, í Hamraskóla. Símenntun kennara er hér lykilþáttur.
Mikilvægt að hér sér skilgreint vel hvað tjáning felur í sér, hvað sé átt við og hvað eigi að koma út úr slikri áherslu. Allt of oft hefur umræða byggst upp af tískuorðum, án þess að lögð hafi verið áhersla á hvað orðin þýða eða fela í sér og að það sé skilgreint hvert sé markmiðið með öllu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation