Frá endanum á Rauðarárstíg við Miklubraut og að Miklubraut 20 / göngustíg yfir í Eskihlíð eru aðeins um 10 metrar. Hinsvegar er ómögulegt að komast þangað yfir enda er girðing í miðjunni og engin gönguljós. Þeir sem eru að ganga/hjóla Rauðarárstíginn og þurfa að komast í Eskihlíð/hlíðarnar (og öfugt) þurfa því að taka lykkju á leið sína og fara yfir á gönguljósunum við Reykjahlíð eða uppá Bústaðavegarbúnna, Hvorutveggja er mjög stór krókur. Gott væri því að setja upp gönguljós á þessum stað.
1. Betra fyrir gangandi og hjólandi að komast frá Rauðarárstíg og yfir í Eskihlíð/ Hlíðarnar (og öfugt) 2. Betri og styttri göngu/hjólaleið niður í miðbæinn fyrir þá sem búa í Eskihlíð og nærliggjandi götum. 3. Betri og styttri göngu/hjólaleið úr MH og niður í miðbæinn. (Eskihlíð er í beinu framhaldi af Hamrahlíð). Ítarefni / sjá mynd : http://1.123.is/FS/2d0e0c6c-4da8-4f73-a760-b93ea6e9812e_L1800.jpg?0.8671320250723511=0.41183969588018954
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation