Umferðaljós vantar, sem snúa í austurátt, á staur vestan gatnamóta Bústaðavegar of Grensásvegar. Þessi ljós voru tekin niður og sett í staðinn pínulítil ljós í metershæð á staurana austan gatnamótanna. Ekki er nokkur leið að sjá tilgang þeirra.
Fremstu bílar sem bíða eftir að komast vestur yfir Grensásveg sjá engin venjuleg umferðaljós. Þegar gagnstæð umferð fer af stað, á fólk það til að leggja af stað og aka inn í umferð sem er á grænu ljósi í beygju norður Grensásveg. Þarna hafa, að því best er vitað, aðeins orðið skaðar á bílum, óþarfi er að bíða eftir manntjóni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation