Vantar stóra matvöruverslun við Foldaskóla

Vantar stóra matvöruverslun við Foldaskóla

Það vantar stóra matvöruverslun og póstmiðstöð í verslunarmiðstöðinni við Foldaskóla og losna við skemmtistaðinn Gullöld. Þetta laðar að fleiri íbúa Foldahverfisins og eikur meiri fjölbreytileika og skemmtun á þessu svæði. Ekki fallegt að sjá þetta stóra hús vera hálf tómt daglega. Það er nóg að bílastæðum í kringum húsnæðið sem þarf að nýta. Mætti horfa á þetta sem dauðahverfi borgarinnar sem hefur einungis leikskóla og grunnskóla, sem borgaryfirvöld hafa engan áhuga á að hugsa um..

Points

Það er hægt að byggja tugi ef ekki hundruði íbúða á þessu svæði ef það er skipulagt rétt. Burt með bílastæðin og ónotaða túnið þarna fyrir neðan, endurskipuleggja húsnæðið og þá er kominn rekstrargrundvöllur fyrir matvörubúð og góðu kaffihúsi

Ég velti fyrir mér hvernig höfundur sér fyrir sér að Reykjavíkurborg geti orðið við þessari beiðni, en húsnæði er þarna sem mætti reka verslun í, og ekki stendur borgin í vegi fyrir því, og ekki rekur hún sína eigin matvöruverslanakeðju sem hægt væri að koma þarna fyrir. Ekki að reyna að vera leiðinleg, en bara svona, í ljósi þess stjórnskipulags sem við búum við á íslandi, hvernig viltu sjá þetta gert?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information