Bætt lýðheilsa stúdenta - stúdentaheilsugæslur og apótek

Bætt lýðheilsa stúdenta - stúdentaheilsugæslur og apótek

Í Noregi er sérstök stúdentaheilsugæsla þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar og sálfræðingar eru sérstaklega menntaðir og þjálfaðir í því að vinna með vandamál og sjúkdóma sem sérstaklega hrjáir ungt fólk. Þetta er til að styðja við góða heilsu stúdenta sem er viðkvæmur hópur sem gjarnan er að stíga sín fyrstu skref í lífinu á eigin fótum. Það væri til bóta að fá slíka heilsugæslu á háskólasvæðin hér á Íslandi líka sem og apótek nálægt heilsugæslunni.

Points

Það myndi bæta lífsgæði til muna fyrir mig persónulega að vera með apótek á Campus. Sem langveikur bíllaus nemandi þá slítur það mjög daginn í sundur að þurfa að fara í lyfjamission um miðjan dag út í bæ.

Þegar byggja á upp gott "campus" væri gott að hafa alla mikilvæga nærþjónustu, matvöruverslun en líka apótek. Stúdentalíf kallar á mikla notkun apóteka, nálægð við þau getur bætt öryggi og heilsu stúdenta og ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á eigin vegum.

Í Noregi er svo hægt að sækja um endurgreiðslu um allan kostnað fyrir heilsuþjónustu sem veitt er á þessum heilsugæslum. Sálfræðiþjónustan er líka ókeypis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information