Umhverfisvænn háskóli

Umhverfisvænn háskóli

Herferðin myndi snúast um að vekja athygli á vistvænum samgöngum, þrýsta á úrbætur í þeim, betri aðstöðu fyrir hjólafólk, bætt vegan úrval í háskólanum, að komið yrði upp hæghleðslustöðvum á skólasvæðinu og að háskólinn stigi skref í átt þess að verða plastlaus. Jafnframt yrði sjónum beint að sérstakri hugmynd sem nefnist "U-pass" sem yrði hvati fyrir háskólanemendur til þess að kveðja einkabílinn og taka almenningssamgöngur.

Points

Upptaka U-pass í háskólum erlendis hefur stuðlað að aukinni notkun á almenningssamgöngum og öðrum umhverfisvænum samgöngumátum en einnig að fækkun bílferða þar sem aðeins einn farþegi er í bíl. Þannig gæti U-pass áætlun skilað umhverfisvænni og skilvirkari samgöngum til og frá háskólanum.

Plöntumiðað matarræði stuðlar að bættri heilsu stúdenta sem og minnkun á matarneyslumiðuðu kolefnisfótspori. Það hefur orðið mikil aukning í eftirspurn eftir plöntumiðuðu matarræði og hafa aðgerðir skólans ekki verið í takt við þær breytingar.

ódýrara, hollara, skemmtilegra og allir vinna

Það myndi bæta aðstöðuna stórkostlega að fá jafnvel bara þak og skjólvegg yfir hjólreiðastæðin til að hjólin liggi ekki undir skemmdum í öllum veðrum og vindum. Toppurinn væri að sjálfsögðu almennileg hjólageymsla.

Það þarf að auðvelda fólki að kjósa sér vistvæna ferðamáta með fleiri hjólagrindum, hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla og bættum samgöngusamningum við starfsfólk. Við stúdentagarðana og háskólabyggingar væri hægt að koma upp viðgerðarstöðvum fyrir hjól þar sem það væri t.d. hægt að bæta lofti í dekkin.

Það væri frábært byggt væri yfir öll hjólastæði Háskólans. Það myndi virka sem hvati fyrir háskólanema til að nýta sér umhverfisvænni ferðamáta til og frá skóla. Aðgengi mætti svo bæta td með því að bæta við gangbraut þar sem Sturlugata og Suðurgata mætast. Einnig mætti bæta við gangbraut yfir Sæmundargötu sem lægi beint að göngustígnum sem liggur við hlið bílastæðisins

Hjólreiðar eru umhverfisvænn og hollur samgöngumáti. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að gera hjól að fýsilegri valkosti fyrir háskólanema.

Athugasemdir/ábendingar sem varða málefni stúdenta falla yfirleitt í frjóan farveg hjá Félagsstofnun Stúdenta. Breytingar til lengri tíma þurfa lengri undirbúningstíma svo afraksturinn verður kannski ekki jafnafgerandi en FS hefur staðið sig vel í að koma til móts við óskir nemenda og skilar árangri jafnt og þétt (úrval aukið, salatbar ofl.).

Ég er mjög ósammála því að aðgerðir skólans og annarra séu ekki í takt við aukna eftirspurn eftir plöntumiðuðu fæði. Félagsstofnun Stúdenta (sem á Hámu) hefur verið gríðarlega liðleg og opin fyrir hugmyndum um aukið úrval amk vegan og grænmetisfæðis. Hlutirnir gerast því miður ekki á einni nóttu en FS eiga stórt hrós skilið fyrir samvinnuþýði við stúdenta sem óska eftir breytingum, á allri breiddargráðu umhverfissjónarmiða sem snerta þeirra framleiðslu!

Mikilvægt er að bæta umhverfis- og sjálfbærnistefnu háskólans með zero waste að leiðarljósi. Háma þarf að hætta notkun einnota umbúða, auka úrval vegan fæðis og minnka sölu á vörum í plastumbúðum og þeim sem innihalda pálmolíu. Í framtíðinni gæti svo verið zero waste búð á háskólasvæðinu þar sem hægt væri að mæta með sín eigin ílát og kaupa mat eftir vigt.

Á háskólasvæðinu væri hægt að koma upp lítilli ruslflokkunarstöð með fatagámi og flöskugámi en ágóðinn af flöskunum gæti t.d. runnið til mismunandi góðgerðarsamtaka. Auk þess væri hægt að hafa gám fyrir lífrænt rusl en þar gæti t.d. bokashi moltugerð farið fram. Tilbúin moltan gæti svo verið gefins öllum plöntuelskandi stúdentum og prófessorum, sem eru ófáir.

Hæghleðslustöðvar myndu frekar laða fleiri einkabíla að sem eykur bara umferð, nóg er af bílum nú þegar og bílastæði fá. Aðstaða fyrir hjólreiðafólk myndi passa vel við nýtt lýðheilsuhúsnæði en almenningssamgöngur eru víðtækara málefni sem varðar samfélagið í heild (frekar heima hjá borgarstjórn osfrv.) Stúdentaráð leggur áherslu á málefni stúdenta sem ætti að þýða afmarkaðri markmið í þágu þeirra.

Það er nauðsynlegt að leggja meira í uppbyggingu stígakerfin í kringum háskólann með samgöngur í huga. Stígar með aðskildum göngu og hjólahliðum, engar óþarfar beygjur, malbikun og umfram allt mokstur/söndun (ekki salt!!!) á þeim á veturna! Það er ekki hægt að hjóla eða taka strætó nema leiðirnar um háskólasvæðið séu greiðfærar. Bílastæði háskólans eru löngu sprungin eins og allstaðar í borginni og ódýrasta (í raun eina raunhæfa) lausnin er að ýta undir aðrar samgöngur með þjónustu við þær.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information