Háskóli fyrir alla

Háskóli fyrir alla

Hugmyndin er að leggja áherslu á jafnrétti innan HÍ óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, þjóðernis, móðurmáls, fötlunar o.fl. Bæta þarf úr aðgengismálum íslenskra háskóla. Bæði andlegt og líkamlegt aðgengi og í öllum veðrum. Sömuleiðis þarf að beina sjónum sínum að aðgengi foreldra að námi og í námi. Eitt af stóru málum aðgengis í gegnum tíðina hefur verið upptökur á fyrirlestrum og verður sjónum sömuleiðis beint að því sem og aðgengi að hljóðbókasafni.

Points

Háskólanám reynist foreldrum oft erfiðara en þeim sem ekki eru með börn. Bæta þarf stöðu foreldra í námi. Hér eru nokkrar hugmyndi um hvernig væri hægt að stuðla að fleiri tækifærum fyrir foreldra: afnema skyldumætingu, afnema tíma og heimapróf á laugardögum, bæta við styrkjakerfi í LÍN fyrir foreldra í stað þess að þurfa að taka aukið lán og að tímar byrji ekki fyrr en klukkan 8:20 og að þeim ljúki ekki seinna en 16:30 þannig er hægt að stuðla að jafnara aðgengi foreldra að háskólanámi.

Það skiptir meginmáli að ALLIR séu jafnir til náms samkvæmt áhuga og getu. Til þess þurfa nemar að fá þau lán sem þarf til framfærslu frá LÍN. Ég hef lengi haft þá skoðun að þar ættu lánin að vera verðtryggð en án vaxta. Að sjálfsögðu eiga fyrirlestrar að vera aðgengilegir á vefnum hvort sem um upptökur er að ræða eða beinar sendingar.

Háskóli íslands, þarf að geta tekið við þeim Iðnaðarfólki sem lokið hefur sveinsprófi inn í skólan til að bæta við þekkini fyrir undirbún fyrir 4 iðnbyltinguna, óháð fjárhag eða svona staðist hefur Bóklegt stúdenspróf eða ei. Verkfræðikunnáta verður að aukast.

1. Skólinn er með tæki og tól til þess að taka upp fyrirlestrana 2. Lang flestir nemendur þurfa að vinna, búa með veikindum eða bæði og hafa því ekki tök á að mæta alltaf í tíma 3. Kennarar vilja þetta ekki því þá mætir fólk ekki - Það er irrelivant, námið snýst ekki um kennarana, heldur nemendur. Þú ert tæknilega séð að mæta með því að horfa á tímann 4. Frábært að hafa upptökur af tímum fyrir próf.

Upptökur í tíma er jafnréttismál. Það hafa ekki allir tök á því að mæta í alla tíma. Og jafnvel þó maður hafi mætt í tíma getur verið gott að fylgjast með sumum tímum aftur. Nám í HÍ er fyrir nemendur, það er í verkahring kennara að miðla þekkingu á sem bestan hátt. Tæknin er til staðar og það á að nota hana. Þetta getur líka komið sér vel fyrir kennara sem einhverra hluta vegna geta ekki sjálfir mætt í alla tíma.

Eins og staðan er í dag eiga ekki allir möguleika á að stunda nám eða taka þátt í félagsstarfi innan HÍ, s.s. vegna félagslegrar stöðu, heilsu o.fl. Ég hef bara heyrt að gera eigi nýja jafnréttisáætlun HÍ en ekki séð hana, og mér finnst mjög mikilvægt að á þeim tímapunkti þegar ný jafnréttisstefna er væntanleg eða nýkomin, að rödd stúdenta innan HÍ heyrist vel. SHÍ gæti beitt sér fyrir í þessum málum, enda á jafnrétti ekki að vera bundið við kennslustundir eða ákveðna hópa innan skólans.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information