SHÍ fari í herferð til að vinna á upptöku U-pass við HÍ

SHÍ fari í herferð til að vinna á upptöku U-pass við HÍ

SHÍ fari í herferð til að vinna á upptöku U-pass við HÍ Hvað er U-pass? U-pass er alhliða samgönguáætlun að fyrirmynd bandarískra og kanadískra háskóla. Áætlunin hefur það að markmiði að auka notkun umhverfisvænna samgangna með því að gera þær ódýrari og aðgengilegri fyrir stúdenta og í leiðinni fækka bílum í umferðinni og minnka kolefnisfótspor háskólanna. Ein helsta aðgerð sem felst í U-pass áætluninni er að tekið sé upp samgöngukort sem háskólastúdentar og aðrir sem starfsmenn við háskólana geta nýtt sér. Undir því gæti meðal annars fallið strætókort, aðgangur að hjólaleigu, borgarlínu til framtíðar og aðgangur að vettvangi þar sem bílar eru samnýttir (e. carpool). U-pass kortin yrðu ódýrari en núverandi strætókort „og myndi vera mælt með þeim möguleika að gera það að „skyldukaupum“ með skráningu í HÍ“. Myndi lágt verð kortanna vera tryggt með samhliða upptöku á gjaldskyldu á bílastæðum háskólans og með samninga við t.d Strætó og Reykjavíkurborg um lægra verð og betri þjónustu í krafti fjölda korthafa U-pass kortanna. Betri þjónusta gæti einnig fengist með því að reyna fá aðra háskóla landsins í samstarf um U-pass. Hvers vegna U-pass? U-pass hjálpar helst til við að leysa tvö vandamál. Í fyrsta lagi búum við á tímum mikilla loftslagsbreytinga þar sem allt mun enda í hörmungum ef ekki er gripið inní strax. Því tel ég það skylda stórrar ríkisstofnunar eins og Háskóla Íslands að minnka kolefnisfótspor sitt með bestu getu. 66% af kolefnisfótspori háskólans stafar frá einkabílum nemenda, kennara og starfsfólki við skólann.(Háskóli Íslands. 2016) Hitt vandamálið er gríðarlega mikill og fyrirsjáanlegur vöxtur í ferðum og samgöngum á svæðið í kringum háskólann. Í dag má áætla að fjöldi ferða á dag á svæðinu í kringum HÍ/Vatnsmýrina sé um 25.700 ferðir á dag en árið 2025 verði ferðafjöldinn kominn upp í 45.300 ferðir á dag.(VSÓ Ráðgjöf, 2018) Ef núverandi ferðamynstur við HÍ heldur sér, þar sem flestir ferðast einir á bíl, er þá á höndum okkar gríðarlegur vandi sem mun valda miklum kostnaði, mengun og aukinni traffík. Upptaka U-pass í háskólum erlendis hefur stuðlað að aukinni notkun á almenningssamgöngum og öðrum umhverfisvænum samgöngumátum en einnig að fækkun bílferða þar sem aðeins einn farþegi er í bíl. Þannig gæti U-pass áætlun skilað umhverfisvænni og skilvirkari samgöngum til og frá háskólanum. Ein óbein afleiðing U-pass gæti verið minni eftirspurn eftir bílastæðum og þar af leiðandi meira land fyrir stúdentagarða. 😉 Heimildir: VSÓ Ráðgjöf. (2018). Samgöngur í Vatnsmýri 2016 og 2025. Sót af: https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/VEL/matsedlar/2018/vatmsmyri.pdf Háskóli Íslands. (2016). University of Iceland Greeenhouse Gas Inventory 2015 and Emissions Reduction Strategy.(Háskóli Íslands). Sótt af: https://english.hi.is/sites/default/files/thb/hi_ghg_inventory_and_mitigation_report_2016.pdf

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information