Sturtuaðstaða fyrir reiðhjólafólk

Sturtuaðstaða fyrir reiðhjólafólk

Engin sturtuaðstaða er í nágreni Háskóla Íslands fyrir reiðhjólafólk sem hjólar í og úr skólanum. Háskólinn hefur bæði heilseflandi og umhverfisvæn markmið en eitt af helstu kolefnissporum skólans eru samgöngur til og frá skólanum. Samt sem áður býður skólinn ekki upp á aðstöðu til að hjóla til og frá skólanum nema fyrir fólk sem býr nægilega nálægt skólanum. Á vinnumarkaðinum þykir sjálfsagt að hafa aðgang að sturtuaðstöðu á stórum vinnustöðum. Starfsmönnum fyrirtækja er iðulegja umbunað að velja grænar samgöngur. Því er þveröfugt farið í Háskóla Íslands, starfsmenn og nemendur þurfa að greiða fyrir að nota sturtuaðstöðuna í Íþróttahúsinu og engin aðstaða til að geyma föt og búnað í skólanum. Afhverju pældi enginn í sturtuaðstöðu þegar bygging Vigdísar var byggð? Er ekki kominn tími til að bæta þessi mál? Að lágmarki ættu þeir sem hjóla reglulega til og frá skólanum að fá frían aðgang að sturtunum í íþróttahúsinu. Helst ætti að byggja nýja aðstöðu sem leyfir bæði fólki að komast frítt í sturtur og geyma föt og búnað í skólanum.

Points

Það er hægt að nota sturturnar frítt í íþróttahúsi HÍ. Það þarf ekki að kaupa aðgang að íþróttahúsinu til þess nota sturturnar komi maður á hjóli. Það þarf bara að skrá sig á lista hjá starfsfólki Íþróttahússins.

Skólinn er bæði með umhverfismarkmið og heilsueflandi markmið. Samt er engin aðstaða fyrir reiðhjólafólk að komast í sturtu eða geyma dót í skólanum, eitthvað sem þykir sjálfsagt á stórum vinnustöðum á almennum markaði. Margir vinnustaðir umbuna fólki að nýta grænar samgöngur en nemendur og starfsmenn þurfa að borga fyrir það í Háskóla Íslands.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information