Umhverfisvænn háskóli - plastlaus háskóli

Umhverfisvænn háskóli - plastlaus háskóli

Mikilvægt er að bæta umhverfis- og sjálfbærnistefnu háskólans með zero waste að leiðarljósi. Háma þarf að hætta notkun einnota umbúða, auka úrval vegan fæðis og minnka sölu á vörum í plastumbúðum og þeim sem innihalda pálmolíu. Í framtíðinni gæti svo verið zero waste búð á háskólasvæðinu þar sem hægt væri að mæta með sín eigin ílát og kaupa mat eftir vigt. Það myndi minnka bæði plastnotkun og matarsóun. Á háskólasvæðinu væri hægt að koma upp lítilli ruslflokkunarstöð með fatagámi og flöskugámi en ágóðinn af flöskunum gæti t.d. runnið til mismunandi góðgerðarsamtaka. Auk þess væri hægt að hafa gám fyrir lífrænt rusl en þar gæti t.d. bokashi moltugerð farið fram. Tilbúin moltan gæti svo verið gefins öllum plöntuelskandi stúdentum og prófessorum, sem eru ófáir. Það þarf að auðvelda fólki að kjósa sér vistvæna ferðamáta með fleiri hjólagrindum, hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla og bættum samgöngusamningum við starfsfólk. Við stúdentagarðana og háskólabyggingar væri hægt að koma upp viðgerðarstöðvum fyrir hjól þar sem það væri t.d. hægt að bæta lofti í dekkin.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information