Stofna nefnd um bíllausar samgöngur á háskólasvæðinu.

Stofna nefnd um bíllausar samgöngur á háskólasvæðinu.

Nefnd um uppbyggingu á og fræðslu um bíllausar samgöngur. Möguleikarnir eru fjölmargir og það þarf hóp af fólki sem er vant bíllausum lífsstíl til að benda á hvað vantar og hvað er í boði. Það eru allt of margir bílar á háskólasvæðinu eins og er og það myndi hagnast öllum að dreifa aðeins álaginu á bílastæðin. Stundum þarf fólk að koma á bíl en það geta örugglega einhverjir sleppt því oftar en ekki.

Points

Nokkrar hugmyndir sem ég er með: Það þarf að skoða stígakerfin á og í kringum háskólasvæðið og greina hvað þarf að bæta út frá þörfum hjólandi og gangandi. Skoða möguleika á betri hjólaskýlum. Fara í auglýsingaherferð til að draga úr óþarfri bílanotkun háskólanema. Auglýsa betur alla möguleika sem háskólanemum býðst upp á eins og ódýrari strætókort, afnot af zip-car og sturtur og skápar sem hjólandi og gangandi geta nýtt. Það mætti t.d. skoða það að útbúa læst þurrkaherbergi ofl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information