Brotin loforð ríkisstjórnarinnar

Brotin loforð ríkisstjórnarinnar

Árið 2016 fór Stúdentaráð í herferð sem segja má að skilaði ákveðnum árangri. Herferðin snerist um skiptingu fjármuna þegar kemur að háskólastigunum í OECD ríkjunum og norðurlöndunum. Hún miðaði sérstaklega að því að sýna hversu langt frá meðaltölum fyrrgreindra viðmiða Ísland var. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þann 30. nóvember 2017 var undirritað að "Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna er varðar fjármögnun háskólastigsins fyrir árið 2020 og Norðurlanda árið 2025." Árangur herferðarinnar var sá að áherslurnar komu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem nú liggur fyrir fjármálaáætlun og fjárlög þessarar ríkisstjórnar sem uppfylla með engu móti þetta loforð, tel ég vert að skoða hvort við eigum að rifja upp gamla takta og leggja áherslu á þetta mál. Nú í þeirri mynd að fyrirheitin fara ekki saman við framkvæmdina.

Points

Virkilega mikilvægt þar sem Háskólinn er verulega undirfjármagnaður!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information