Allt námsefni sé aðgengilegt á bókasöfnum HÍ

Allt námsefni sé aðgengilegt á bókasöfnum HÍ

Erlendis er það víða krafa að panta inn allar bækur sem kenndar eru við alla kúrsa háskólanna. Þetta er til að tryggja jafnrétti til náms því það er ekki endilega þannig að allir hafi efni á að kaupa sér bækurnar. Því ætti að vera krafa að amk. 1-2 eintök séu til af hverri bók sem kennd er, 1 til útláns af safni og 1 sem eingöngu má nota á safninu. Þetta ætti ekki að vera háð einstaka kennara sem þarf að biðja safnið um að versla inn bækurnar heldur ætti þetta að gerast sjálfkrafa. Í dag geta kennarar beðið um þetta en það er oft ekki gert og stórundarlegt má það kallast að hafa ekki eina línu sem fylgt er í þessum efnum.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information