Nota bláar perur í götuljós
Með litlum tilkostnaði mætti draga úr óróa í miðbænum. Góður árangur hefur náðst í Glasgow og Tokyo við að draga úr glæpa- og sjálfsmorðstíðni með því einu að skipta gulum perum út fyrir bláar. Þetta kann að hljóma hjákátlega en það er vel þekkt að blá lýsing hefur róandi áhrif umfram aðrar (svo sem rauða og gula). Ég þakka Cracked.com fyrir ábendinguna ;)
Ég væri allavega til í að láta prufa þetta.
Blátt ljós kemur í veg fyrir melatonin framleiðslu sem er nauðsynleg til að sofna. Nógu slæmt að hafa gul ljós skína inn.
hmm svo mætti spila róandi tónlist og lesa sögur og spreyja góðri lykt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation