Viðvera á stúdentagörðum óháð öðru en fullri menntun

Viðvera á stúdentagörðum óháð öðru en fullri menntun

Í dag eru allskyns reglur og þættir sem spila inn í varðandi tíma sem nemendur fá að búa á stúdentagörðum. Þá sérstaklega meistaranemar. Á stúdentagörðum eiga nemendur að fá að vera á meðan á námi stendur. Ef fólk er skráð í áfanga og er að skila einingum ætti það að fá að búa áhyggjulaust á stúdentagörðum, óháð öðrum þáttum. Að neyða fólk til að flytja í miðju námi getur haft neikvæð áhrif á menntun og þannig framtíð nema. Flutningar og áhyggjur um almennanleigumarkað eða heimilisleysi veldur t.d. kvíða sem getur haft verulega neikvæð áhrif á nemendur, fjölskyldur þeirra og námið sjálft. Á stúdentagörðum Háskóla Íslands búa nemar í fullu og hluta námi, einstaklingar, pör og pör með barn/börn.Ýmist eru báðir aðilar eða annar í námi. Fólk er í grunn- eða meistaranámi. Allt þetta fólk ætti að fá að búa á stúdentagörðum á meðan á námi stendur. Til að geta einbeitt sér að háskólanámi þarf að tryggja öryggi nema. Að eiga öruggt skjól er mikilvægur þáttur í öryggi og lífsgæðum háskólanema. Ég legg því til að reglum um viðveru á stúdentagörðum verði breytt og þær einfaldaðar þannig að nemar geti búið á stúdentagörðum svo lengi sem allavega einn íbúi íbúðar er skráður í nám og skilar einingum.

Points

ein undanþága frá skilyrðunum getur fengist vegna sérstakra aðstæðna t.d. veikinda, á því tímabili sem stúdent býr á görðunum. Það þýðir að um hagsmuni heilbrigðra stúdenta sé að ræða. Öryggi þeirra sem glíma við langvinn veikindi ogsækja sér háskólamenntun til aukinna lífsgæða í framtíðinni eru ekki tryggð. Í það minnsta er óraunhæft að langveikur einstaklingur nái að klára grunngráðu án þessarar undanþágu, hvað þá framhaldsmenntun.

Dæmi: Meistaranemar mega aðeins búa á stúdentagörðum í 2 ár. Ef par býr saman á stúdentagörðum og annar aðili er í háskólanámi fær hann 2 ár. Ef maki byrjar meistaranám á þessum tveim árum, fær sá hinn sami ekki tvö ár til viðbótar. Par (gift/eða í sambúð) fær einungis tvö ár í heildina. Fólk ætti að geta búið á stúdentagörðum á meðan á menntun stendur, óháð öðrum þáttum. Að trufla nám með því að neyða fólk til að flytja í miðju námi getur haft neikvæð áhrif á menntun og framtíðaráhorf nemenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information