Setja upp sparkvöll við Kelduskóla Vík

Setja upp sparkvöll við Kelduskóla Vík

Setja upp sparkvöll við Kelduskóla Vík

Points

Bæta við athugasemd

Flestir skólar í Grafarvori eru komnir með sparkvöll

Styð heils hugar ofangreint. Mikilvægt að krakkar í Kelduskóla Vík fái spark völl

Malbiksvöllurinn sem nú er við skólann er mikið notaður. Hann er hins vegar ekki nógu góður og getur verið hættulegur þegar aðstæður eru ekki góðar t.d. í hálku. Sonur minn er t.a.m. nýkominn úr gifsi eftir að hafa slasast á vellinum. Auk þess er það réttlætismál að krakkarnir í Kelduskóla - Vík hafi svipaða aðstöðu og krakkarnir í Kelduskóla-Korpu.

Ég og fjölskyldan mín erum mikið fótboltafólk og mér finnst einfaldlega mikill ókostur að ekki sé sparkvöllur við skólann Það þarf ekki að tíunda kosti þess að hafa sparkvöll og mér finnst einfaldlega börnum mismunað milli skóla ef skólalóðir eru misútbúnar. Þeir krakkar sem hafa sparkvöll í nærumhverfi ná einfaldlega meiri færni í fótbolta og því vil ég leggja mikla áherslu á sparkvöll við Kelduskóla. Hvet alla til að kjósa þetta mál áfram; eflir hreyfingu, leikgleði, útiveru og aðstöðu okkar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information